Tilgangur og markmið
Jafnlaunakerfi Serrano byggir á staðli ÍST85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun. Tilgangur og markmið jafnréttisstefnu Serrano er að stuðla að jafnrétti allra kynja í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt þeirra og að fylgja þeirri meginreglu að öllum kynjum séu greidd jöfn laun og að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Umfang
Stefnan nær til alls starfsfólks Serrano.

Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun Serrano

Serrano leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika alls starfsfólks þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs njóti sín sem best og er það skjalfest með stefnu þessari. Stefna Serrano er að vera vinnustaður þar sem öll eru metin að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu og að öll hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni.

Ytri þættir sem geta haft áhrif á launasetningu eru gildandi kjarasamningar, lög og reglur, launaþróun á markaði, þar undir er einnig litið til starfs, þekkingar, reynslu, menntunar og lífaldurs.

Serrano fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.

Meginmarkmið í jafnréttismálum eru:

– að greiða öllum kynjum sömu kjör fyrir sömu jafn verðmæt störf
– að vera vinnustaður þar sem öll kyn eiga jafna möguleika bæði til starfs en líka til þróunar í starfi
– að vera vinnustaður þar sem öll kyn njóta sömu tækifæra til starfsþjálfunar og fræðslu
– að vera vinnustaður sem finnur leiðir til samræmingar á fjölskyldu- og atvinnulífi starfsfólks
– og að vera vinnustaður þar sem ekkert ofbeldi er liðið, hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreiti.