Samtals:
kr
Matseðill
Staðirnir

Opnunartími

Veitingastjóri

AKUREYRI
DALSHRAUN
HÖFÐATORG
N1 BÍLDSHÖFÐI
N1 HRINGBRAUT
NÝBÝLAVEGUR
REYKJANESBÆR
SMÁRALIND
SPÖNGIN
Heilsa

Fæðuóþol

Fjölmargir þjást af fæðuóþoli og það getur haft hvimleiðar ef ekki stórhættulegar afleiðingar. Við komum til móts við þennan hóp með því að gefa greinagóðar upplýsingar um innihald allra réttanna á Serrano. Einnig bendum við á að maturinn okkar inniheldur engin aukaefni. Þú ert því í góðum höndum hjá okkur.

Við höfum tekið saman upplýsingar um alla réttina á Serrano er varðar fæðuóþol og hægt er að nálgast þær í töflunni hér að neðan.

Vegan og grænmetisætur

Ef þú ert vegan- eða grænmetisæta finnurðu örugglega eitthvað við þitt hæfi á Serrano. Til að einfalda þér valið höfum við merkt allan matinn í afgreiðsluborðinu.

Hér fyrir neðan er að finna lista yfir allan þann mat sem við bjóðum upp á flokkaðan eftir því hvort hann hentar kjöt-, grænmetis- eða vegan-ætum.

Næringagildi

Lífið er alltof stutt og mikilvægt til að maður borði rusl. Þess vegna viljum við deila því með þér hvað við notum í matinn okkar og hvaða næringargildi hann hefur. Verði þér að góðu.

Um Serrano

Innblásturinn að matnum okkar kemur frá Mexíkó og taquerium í Mission hverfinu í San Fransiskó þar sem serrano-piparinn leikur stórt hlutverk.

Við viljum að matur sé ferskur. Þess vegna förum við snemma á fætur og búum til Salsa og Guacamole úr fersku grænmeti og kryddjurtum.

Þess vegna getum við meðhöndlað beitta hnífa. Þetta er einfalt.

Við viljum vera fersk. Þú pantar, þú færð matinn og finnur ferskleikann.

Þess vegna líður þér vel þegar þú stendur upp – eða stendur ekki upp, situr bara, nýtur, færð þér sopa, talar sendir sms.

Þannig er það bara og þannig viljum við hafa það. Njóttu þess. Og komdu aftur.

Vildarkort

Með vildarkorti Serrano safnar þú punktum í hvert sinn sem þú notar kortið. Punktana má svo nota síðar sem greiðslu.

Fyrir hverjar 1000 krónur færðu 100 punkta og hver punktur jafngildir 1 krónu þegar verslað er hjá Serrano

Þú sérð alltaf punktastöðu þína á kassakvittuninni

Hafðu Samband

Við viljum gjarnan heyra frá þér . Ef þú vilt hrósa okkur eða benda á eitthvað sem betur má fara. Ekki hika við að hafa samband. Við tökum allar athugasemdir alvarlega og gerum okkar besta til að bæta Serrano á hverjum degi.

Við styrkjum árlega ýmis málefni, skóla og íþróttafélög bæði með auglýsingum og beinum styrkjum. Hafir þú áhuga á því að fá Serrano til liðs við þig geturðu fyllt út umsóknareyðublaðið með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Við teljum okkur selja hollasta skyndibita sem völ er á og fjölmargir íþróttamenn og einkaþjálfarar eru okkur sammála. Ef þú ert íþróttamaður í fremstu röð eða íþróttaþjálfari og telur að samvinna komi bæði þér og okkur til góða hafðu þá endilega samband við okkur.

Sækja um starf

Vinsamlegast fylltu út alla reiti hér fyrir neðan

Ferilskrá / CV
( .doc, .docx, .pdf - Max 5 MB )

Skilmálar

Þegar þú heimsækir vefinn serrano.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Serrano virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja góða upplifun fyrir notendur. Vafrakaka (e. cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Upplýsingarnar í kökunni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu og til að bæta vefinn, þjónustuna o.fl.

Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a.

Við notum Google Analytics til að til vefmælinga. Upplýsingar sem Google Analytics safnar eru ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið en það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Ef þú vilt ekki heimila slíkt getur þú slökkt á þeim í stillingum í vafranum. Góðar upplýsingar um stillingar á vafrakökum er að finna hér: allaboutcookies.org

Meðferð persónuupplýsinga

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, kennitölu, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér, umsókn um vildarkort eða vegna annarra samskipta við þig. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða kunna að verða til við notkun á kökum, verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga.

Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Óskir þú frekari upplýsinga eða viljir láta eyða gögnum um þig hafðu þá samband við [email protected]